IMG_2090

Staðarreglur

Golfklúbburinn Flúðir/Selsvöllur
Viðbætur við staðarreglur

Eftirfarandi atriði koma til viðbótar stöðluðum staðarreglum GSÍ sem gilda í öllum golfmótum GF 2025:

1. Bætt lega á brautum

Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaður taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltinn eða annan bolta innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan:

• Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1)
• Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:
• Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis: Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn og það verður að vera á almenna svæðinu.

Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur skv. reglu 14.2b(2) og 14.2e.

2. Bætt lega á flötum

Bolta sem liggur á flöt má færa um púttershaus en þó ekki nær holunni. Merkja verður legu boltans áður en honum er lyft.olfvöll og skapar félögum aðstöðu til golfiðkunar.

3. Rás framan við 7. flöt

Það er ekki snöggslegið svæði.

4. Fallreitur á 13. holu

Ef bolti er innan vítasvæðis við leik á 13. holu, eða það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefur fundist stöðvaðist innan vítasvæðisins, má leikmaðurinn taka aðra af eftirfarandi lausnum, gegn einu vítahöggi:

Taka lausn samkvæmt reglu 17.1 (Möguleikar vegna bolta innan vítasvæðis).

Sem viðbótar möguleika, láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreitsins sem staðsettur er við árbakkann hjá 13. teig. Fallreiturinn er innan tveggja kylfulengda frá skilti sem merkt er "Fallreitur“. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.

5. Vítasvæði og bannreitir

• Svæði hægra megin við 6. braut, merkt með rauðum hælum, er vítasvæði og telst framlengjast óendanlega til hægri. Sá hluti svæðisins sem er handan girðingar er bannreitur.
• Svæði hægra megin við 8. braut, merkt með rauðum hælum, er vítasvæði og telst framlengjast óendanlega til hægri.
• Svæði við ána hægra megin við 13. og 15. braut annars vegar og svæðið hægra megin við 17. braut hins vegar, merkt með rauðum hælum, er vítasvæði og telst framlengjast óendanlega til hægri. Sá hluti svæðisins sem er handan árinnar (fyrir utan teiga á 13. holu) er bannreitur.
• Þegar bolti er á bannreit innan vítasvæðis má ekki leika boltanum þar sem hann liggur og taka verður lausn samkvæmt reglu 17.1e.

Rulla till toppen