IMG_2090

GolfMore

Leiðbeiningar vegna GolfMore, bæði fyrir afsláttarmiða á Selsvöll og sjálfboðaliða- og leikkort GSÍ

Sjálfboðaliða- og leikkort GSÍ

Leiðbeiningar fyrir GSÍ kort

GolfMore afsláttarmiðar GF

Hér að neðan eru leiðbeiningar sem ættu að auðvelda kylfingum að ljúka skráningu innan tilsetts tíma (ca. 5 mín).

–       Miðarnir eru ýmist á pappírsformi eða rafrænir.

–       Hlaðið niður Golfmore appinu í símana ykkar til að sækja rafrænu miðana.

–       Þar birtast rafrænu afsláttamiðarnir frá GF með logoi klúbbsins en þeir voru sendir í það netfang sem skráð er í golfbox GSÍ.

–       Sumir hafa fengið tvennskonar miða. Annars vegar til notkunar um helgar og hins vegar virka daga. Á miðanum kemur fram sú upphæð sem kylfingur skal greiða í vallargjald ( ekki afsláttur ) og eins hve oft má leika Selsvöll á gildistíma miðans. Sé engin upphæð á miðanum ( Paid ) gildir hann sem greiðsla vallargjaldsins. Einnig kemur fram hvort einhverjar aðrar takmarkanir eru á notkun miðans.

–       Á miðanum er strikamerki og undir því 7 stafa kóði ( bókstafir og tölustafir ) sem slá skal inn við skráningu.

Leiðbeiningar varðandi skráningu.

–       Skrifið niður 7 stafa kóðann á Golfmore miðanum sem þið hyggist nota.

–       Skráið ykkur inní Golfbox á GSÍ síðunni eða opnið golfbox appið í símanum.

–       Veljið rástíma og bætið spilafélögum við, ef við á.

–       Þá kemur upp heildarupphæð til greiðslu samkvæmt gjaldskrá.

–       Veljið < VISTA> Þá kemur upp gluggi sem sýnir greiðsluskilmála klúbbsins ( GF ).

–       Hakið við <Samþykki skilmálana>

–       Þá er hægt að velja hnapp fyrir <Afsláttarkort> og síðan <Virkja afslátt>

–       Þá kemur upp gluggi þar sem 7 stafa afsláttakóðinn er sleginn inn og <Staðfesta>.

–       Þá kemur upp sama upphæð til greiðslu og stendur á Golfmore miðanum.

–       Ljúkið síðan greiðslunni á venjulegan hátt með greiðslukorti.

Sé þessum leiðbeiningum fylgt ættu allir að geta auðveldlega lokið skráningunni og greiðslunni innan tilsetts tíma.

Rulla till toppen