Ávarp formanns GF, Ottós Leifssonar, á aðalfundi klúbbsins, þann 21. nóvember sl., þar sem Árni Tómasson, fyrrv. formaður GF var gerður að heiðursfélaga:
Árni Tómasson, hvað getur maður sagt. Jú, Árni er góður maður, afskaplega duglegur og ósérhlífinn.
Hann hefur mikinn metnað fyrir vellinum okkar.
Nær að mynda sterka hópa í kringum sjálfboðavinnuna.
Hann var formaður klúbbsins í 10 ár, horfum eingöngu á síðustu 4 árin, hvað hefur áunnist.
Fullt af nýjum vélum. Nýtt æfingaskýli með rafrænni boltavél. Endurbættur golfskáli, vélageymsla, golfbílageymsla.
Það er breyting á nær öllum holunum á vellinum, teigar, brautir, flatir, dren, göngustígar, kargi, æfingamottur og golfvöllurinn kominn í eigu klúbbsins. Þar stóð Árni fremstur í flokki.
Flott aðgerð og gekk alveg hreint ótrúlega vel, rekstur og staða klúbbsins er mjög góð, klúbburinn orðinn Almannaheillafélag.
Það var einróma samþykkt í stjórn Golfklúbbsins Flúða að gera Árna Tómasson að heiðursfélaga.
Árni fékk afhent innrammað skjal og blómvönd.

