Kveðja frá formanni

Kveðja frá formanni.

Kæru félagar, ég vil hvetja alla til að taka þátt í Meistaramóti klúbbsins dagana 11. og 12. júlí.

Klúbburinn verður 40 ára  þann 29. júlí 2025. Við munum halda smá hóf, afmæliskaffi sunnudaginn 27. júlí í golfskálanum, nánar auglýst og kynnt síðar.

Tíðin hefur verið góð síðustu daga og spáin lítur vel út fyrir næstu viku. Þess vegna stefnum við á að spila brautir 15 og 16 og 17 á nýjum fleti, dagana sem Meistaramótið er leikið.

Nú er búið að samþykkja Deiliskipulag og Aðalskipulag vegna hótelbyggingar á lóð klúbbsins. Næsta skref er að leita að fjárfestum fyrir framkvæmdunum. Við munum halda kynningu fyrir klúbbmeðlimi á föstudagskvöldið 11. júlí kl. 20:00. Ég vil hvetja alla til að mæta og hlusta á kynninguna ásamt því að spjalla um meistaramótið sjálft.

Bestu kveðjur og njótum þess að leika okkur á golfvellinum.

Ottó Leifsson, formaður GF

Aðrar fréttir

Rulla till toppen