Nýtt vallarmat tekur gildi um helgina, en vinnu við gerð þess er nýlokið. Í þessu vallarmati var einkum horft til breytinga á holum nr. 15. – 16. og 17.
Nýjar forgjafartöflur eru komnar hér inn á heimasíðuna og GolfBox er einnig uppfært.
Mjög mismunandi er hve ört hin ýmsu golföpp uppfæra sínar upplýsingar um golfvelli. Ljóst er t.d. að töluverð bið er eftir uppfærslu frá Garmin á meðan appið hole19 tók aðeins 32 klst. að uppfæra sinn gagnagrunn.
Nýjar forgjafartöflur eru einnig aðgengilegar á töflunni í golfskálanum.

