Golfkennsla í sumar hjá GF
Líkt og undanfarin ár mun GF bjóða upp á ókeypis golfkennslu fyrir 6 til 16 ára börn og unglinga í sumar. Um er að ræða 5 skipti yfir sumarið, allt á laugardögum.
Kennari er Ástráður Sigurðsson, PGA.
Kennt verður milli kl. 9:00 og 11:00 fyrir byrjendur og milli kl. 11:00 og 13:00 fyrir lengra komna.
Einnig býður Ástráður upp á einkakennslu (fyrir 1-2 í senn, 30 eða 60 mínútur) fyrir þá sem vilja. Yfirleitt er um að ræða kennslu eftir kl. 13:00, þegar námskeiðum dagsins er lokið.
Dagsetningar kennslu í sumar eru (laugardagar):
7. júní – 21. júní (ath breytt dags) – 12. júlí – 9. ágúst
Námskeið fyrir börn og unglinga í samstarfi við Hrunamannahrepp
GF býður félagsmönnum að senda ættingja sína (börn,barnabörn, etc.) á golfnámskeið án endurgjalds í sumar.
Námskeiðið er ætlað 7-14 ára unglingum og stendur yfir frá 23. til 26. júní nk.
Námskeiðið hefst hvern dag kl. 9:00 og stendur yfir til kl.12:00.
Námskeiðið hefst með því að Ástráður Sigurðsson golfkennari kennir fyrsta daginn, en seinni þrjá dagana munu félagar úr GF leiða kennsluna og spila með unglingunum.
Hægt er að taka með sér nesti og snæða í golfskálanum í lok hvers tíma, en í hádeginu á fimmtudeginum verður boðið upp á pizzu og gos fyrir alla.
Hvetjum við ykkur félagsmenn í GF til að nýta ykkur þessi kostaboð. Ef einhverjir vilja bjóða sig fram til sjálfboðaliðastarfa 23. til 26. júní væri það vel þegið.
Golfklúbburinn Flúðir

