Þakkarorð til fráfarandi formanns Árna Tómassonar

Hægra megin á myndinni má sjá Árna Tómasson, fráfarandi formann GF, að koma fyrir drenrörum á 10. braut Selsvallar. Með honum á myndinni er Guðmundur Konráðsson, formaður vallarnefndar. Myndin er tekin árið 2022, en mikil áhersla hefur verið lögð á að drena vallarsvæðið vel og rækilega.

Á aðalfundi GF sem haldinn var föstudaginn 7. febrúar 2025 ákvað Árni Tómasson, formaður klúbbsins til 10 ára að láta gott heita í embætti formanns.

Allt frá því Árni kom inn í starf GF fyrir um 20 árum hefur hann látið hendur standa fram úr ermum, jafn sem formaður og sem almennur félagsmaður þar sem sjálfboðaliðastarfið hefur átt hug hans allan.

Óhætt er að segja að framlag hans til reksturs og félagsstarfs klúbbsins, svo ekki sé minnst á hina miklu og jákvæðu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Selsvelli, sé ómetanlegt.

Á þessum árum sem liðin eru frá því hann tók við embætti hefur klúbburinn gengið í gegnum miklar og jákvæðar breytingar sem hafa elft gæði vallarins og aukið kraftinn í sjálfboðaliðastarfi hans, einkum eftir að klúbbmeðlimir og aðrir velunnarar eignuðust Selsvöll og tengdar eignir árið 2022. Þar var framlag Árna gífurlega mikilvægt.

GF hefur í gegnum tíðina notið hans miklu reynslu og þekkingar á sviði samningagerðar og reikningsskila sem hefur reynst klúbbnum ákaflega vel. 

Árni hefur langt frá því sagt skilið við félagsstarf GF, hann og kona hans Margrét Birna Skúladóttir, munu halda áfram að taka þátt í því góða starfi sem hér fer fram með sinni elju, dugnaði og gestrisni sem þeim hjónum er einum lagið.

Kærar þakkir fyrir árin 10!

Um leið og við þökkum Árna fyrir hans framlag, bjóðum við nýja stjórn velkomna til starfa!

Aðrar fréttir

Rulla till toppen