Ný stjórn GF

Frá vinstri: Ottó Leifsson, nýr formaður GF, Árni Tómasson, fráfarandi formaður og Hafdís Ævarsdóttir, fráfarandi gjaldkeri.

Á aðalfundi GF afhenti Ottó þeim gjafir í þakklætisskyni fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu GF undanfarin ár, en Árni hefur verið formaður undanfarin 10 ár þar sem hann hefur leitt félagsstarf klúbbsins með einstaklega myndarlegum hætti. 

Sú vinna hans verður seint fullþökkuð, en Árni ætlar sér samt sem áður að halda áfram virku félagsstarfi innan klúbbins.

Hafdís hefur sömuleiðis unnið mikla vinnu tengdu gjaldkerastarfi GF mörg undanfarin ár, en sú vinna er mikil og tímafrek.

Einnig var Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir heiðruð fyrir starf sitt í stjórn GF m.a. sem gjaldkeri, en hún var ekki stödd á fundinum.

Aðalfundurinn GF var haldinn föstudaginn 7. febrúar sl. í golfskála GF við Selsvöll.

Á fundinum var m.a. ný stjórn GF kosin.

Í stjórn GF fyrir árið 2025 eru eftirfarandi: 

Formaður –  Ottó Leifsson.

Meðstjórnandi til tveggja ára – Sævar Gestur Jónsson.

Meðstjórnandi til tveggja ára – Vilhelmína Þorvarðardóttir.

Þeir Sveinn A. Sæland og Ásgeir Þorvarðarson voru kosnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi GF.

Varamaður í stjórn til eins árs – Hafdís Ævarsdóttir.

Varamaður í stjórn til eins árs – Jón Björn Sigtryggsson.

Skoðunarmenn ársrieikninga til eins árs- Magnús Halldórsson og Pétur Oddsson.

Áður en fundurinn hófst fór formaður GF, Árni Tómasson, yfir drög að deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem golfskálinn stendur í dag og svæði við enda æfingasvæðisins þar sem gert er ráð fyrir golfbílageymslu og véla- og verkfærageymslu.

Deiliskipulagið tekur á breyttri legu akvegarins í gegnum svæðið neðan við núverandi golfskála og uppbyggingar í gistiþjónustu, alls 80 herbergi.

Hugmyndum var vel tekið, en næstu skref verða ákveðin þegar auglýsingafresti lýkur, síðar í febrúar mánuði.

Skipulagið má sjá hér: Deiliskipulag_Selsvollur_Efra-Sel

Aðrar fréttir

Rulla till toppen